Hekla Guðmundsdóttir
Kennir bandvefslosun, stofnandi Body Reroll æfingakerfisins
Hekla býður upp á námskeið í Bandvefslosun hjá Samkennd Heilsusetri.
Sérfræði og áhugasvið
Hekla hefur sérstakan áhuga á að kenna þeim sem hennar tíma sækja um allt sem tengist bandvefskerfi líkamans og hjálpa þeim að skilja líkama sinn og uppruna stoðkerfisverkja. Mikil fræðsla kemur við sögu í tímum Heklu og er hún sífellt að þróa nýjar æfingar með mismunandi nuddboltum.
Body Reroll æfingakerfið gengur út á að vinna í ró og læra að lesa í viðbrögð líkamans. Kerfið er sérlega gagnlegt til að draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu, auka hreyfigetu og liðleika og bæta líkamsstöðu. Einnig stuðlar kerfið að því að draga úr streitu sem er einkar mikilvægt í hraða nútímasamfélagsins.
Menntun og starfsreynsla
Hekla lauk námi í bandvefslosun árið 2019, The Roll Model Method Practitioner frá Yoga Tune Up.
Lauk einkaþjálfararéttindum árið 2018.
Að auki hefur Hekla réttindi til að leiða Jóga Nidra og Yin Jóga tíma ásamt því að hafa lokið fjölda námskeiða. Eftir að hafa tekið Foam Flex réttindi árið 2017 byrjaði Hekla að kenna bandvefslosun en fann fljótt að hún vildi fara sína eigin leið og þá mun rólegri og mýkri en margir aðrir.
Hekla hefur kennt bandvefslosun víða og lengst af undir merki Bandvefslosunar.
Djúpstæðar ástæður eru fyrir því að Hekla er í þessu starfi en hún hefur á sinni lífsleið orðið fyrir nokkrum slysum. Hún var frá vinnu á tímabilinu 2003 til 2017 en fann svo leið út á vinnumarkaðinn aftur eftir að hafa fundið á eigin líkama hversu mikið bandvefslosun hjálpaði.
Það skipti Heklu einnig miklu máli að búnaðurinn sem notaður var í tímunum væri vandaður og boltarnir ekki of harðir og hún tók því ákvörðun um að koma með sína eigin vörulínu undir merki Bandvefslosunar.
Hekla hefur boðið upp á kennaranámskeið í Body Reroll, Bandvefslosun síðan árið 2020
Hún býður einnig upp á pop-up tíma sem og einkatíma og ráðgjöf.
Hægt er að finna upplýsingar um námskeiðin sem Hekla býður upp á á samfélagsmiðlum þar sem hún er mjög virk.
Facebook Bandvefslosun með Heklu
https://www.facebook.com/bandvefslosunmedheklu
Instagram instagram/bandvefslosun
https://www.instagram.com/bandvefslosun/
Velkomið að hafa samband við Heklu með því að senda póst á netfangið hekla@bandvefslosun.is.