Anna Sigurðardóttir
Sálfræðingur, sérfræðingur í klínískri sálfræði, framkvæmdastýra
Anna er sálfræðingur, sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna, eigandi og framkvæmdastýra Samkenndar Heilsuseturs
Hún sinnir greiningu og meðferð fullorðinna, sérhæfir sig í meðhöndlun á lágu sjálfsmati, kvíða, streitu, kulnun/örmögnun, sorg, áfallastreitu, samskiptavanda og almennri tilfinningalegri vanlíðan. Anna sinnir einnig handleiðslu sálfræðinga og fagaðila úr ýmsum starfsstéttum.
Opin rafræn fræðsluerindi og námskeið á vegum Önnu eru einnig í boði og eru auglýst hverju sinni á vefsíðu, instagram og facebooksíðu Samkenndar.
Sérhæfing og áhugasvið
Anna hefur sérhæft sig m.a. í samkenndarmeðferð (Compassion Focused Therapy, CFT), HAM (hugrænni atferlismeðferð) og hugrænni úrvinnslumeðferð (Cognitive Processing Therapy, CPT). Jafnframt hefur hún góða reynslu af notkun og kennslu núvitundar (Mindfulness), og ACT (Acceptance and Commitment Therapy). Miðast val á meðferðum við þarfir skjólstæðings.
Anna hefur jafnframt áratuga reynslu af fyrirlestra- og námskeiðshaldi fyrir smærri og stærri hópa, fyrirtæki og stofnanir. Hér eru dæmi um þau málefni sem hún hefur miðlað áfram: Kulnun, örmögnun og leiðin að bata; Samkenndarstund með Yoga nidra; Streitustjórnun og seigla; Streita og núvitund; Drifkraftur og sátt; Að lifa í jafnvægi; Sjálfsöryggi í leik og starfi; Velgengni og vellíðan.
Menntun og starfsreynsla
2024 Hlaut Anna starfsréttindi sem sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna.
2023 Lauk Anna sérfræðimenntun í Samkenndarmiðaðri meðferð (Compassion Focused Therapy, CFT), á vegum British Psychological Society.
2021 I Am Yoga Nidra kennsluréttindi frá Amrit yoga Institute.
2017 lauk Anna sérnámi í hugrænni atferlismeðferð (HAM) á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands, Félags um hugræna atferlismeðferð og Oxford Cognitive Therapy Centre.
2012 lauk hún Cand.psych. gráðu við Háskólann í Árósum og fékk sálfræðiréttindi frá Embætti Landlæknis.
2009 BSc gráða í sálfræði við Háskóla Íslands.
Síðastliðin tíu ár hefur Anna, í samvinnu við aðra fagaðila, sett á fót eftirfarandi hópmeðferðir byggðar á gagnreyndum og árangursríkum aðferðum: Betra sjálfstraust óháð líkamsþyngd; Streitulausnir; Heilsulausnir; Jákvæð sjálfsmynd með samkennd o.fl. Hafa meðferðirnar allar sýnt góðan meðferðarárangur og minnkun einkenna tilfinningalegs vanda, s.s. streitu, kvíða, þunglyndis og lágs sjálfsmats.
Áður en Anna útskrifaðist sem sálfræðingur starfaði hún sem einkaþjálfari og þolfimileiðbeinandi í tæpa tvo áratugi víða um Evrópu. Jafnframt var hún afreksíþróttakona í dansi og þolfimi á sínum yngri árum. Hún hefur því á sínum starfsferli sankað að sér víðtækri þekkingu á alhliða heilsueflingu, markmiðasetningu og hegðunarbreytingum. Anna hefur verið ötul í að miðla þekkingu sinni fyrr og nú með ýmsum hætti, s.s. greinaskrifum, í útvarpi og sjónvarpi.
Anna er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og Félagi um hugræna atferlismeðferð.