Skilvirki leiðtoginn, umbótahugsun í lífi og starfi – Hefst 16. janúar
January 16, 2025 @ 08:30 - 12:30
Skilvirki leiðtoginn, umbótahugsun í lífi og starfi
Fyrir þá vilja ná meiri skilvirkni í lífi og starfi með því að nota heildræna umbótahugsun sem fyrirtæki hafa verið að nýta sér í fjölmörg ár.
Meðal þess sem kennt er:
* Stefnumótun – hvað er mikilvægt fyrir þig, fjölskylduna eða fyrirtækið
* Jafnvægis demanturinn og lífshjólið
* Einföldum og bætum nærumhverfið með 5S aðferðafræðinni
* Betri yfirsýn yfir verkefni og aðgerðir með töflum og öðrum skipulags verkfærum
* Forgangsröðun fyrir hámarks skilvirkni – vinnum að réttum verkefnum ekki hraðar
* Hagnýtar æfingar í núvitund til þess að minnka streitu
Mikil sjálfsvinna og greining er á námskeiðinu. Í lok námskeiðs er lagt upp með að þátttakendur hafi öðlast ný viðhorf gagnvart umbótahugsun ásamt fjölda tóla og tækja sem hægt er að nýta strax í einkalífi eða starfi.
Leiðbeinendur
Maríanna Magnúsdóttir og Viktoría Jensdóttir eru báðar verkfræðingar og hafa verið að kenna, veita ráðgjöf og nota umbótahugsun í lífi og starfi í yfir 15 ár. Þær brenna fyrir því að kenna fyrirtækjum og einstaklingum hvernig er hægt að ná árangri í takt við þá stefnu sem þau hafa sett sér.
Námskeiðið er haldið í tveimur hlutum:
Lota 1: Fimmudaginn 16.janúar 8:30-12:30
Lota 2: Fimmtudaginn 23. janúar 8:30-12:30
haldið í Samkennd heilsusetri, Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík
Verð: 49.500kr
Athugið – mörg stettarfélög niðurgreiða námskeið að hluta eða fullu.