- This event has passed.
Seigla og sátt – Hefst 10. september
September 10, 2024 @ 13:00 - 15:00
Seigla og sátt – Samkennd gegn sjálfsgagnrýni
8 vikna Samkenndarmiðuð hópmeðferð (e. Compassion Focused Therapy).
Næsta hópmeðferð
Hefst þriðjudaginn 10. september.
Tímasetning
8 vikna hópmeðferð, kennsla fer fram einu sinni í viku milli kl 13-15.
Markmið meðferðar
Að þátttakendur læri leiðir til að:
- Öðlast skilning á eigin tengslamyndun og hegðunarmynstrum
- Læri að skilja hvaða tilfinningakerfi er að störfum hverju sinni
- Nýti hugleiðslur og aðrar æfingar til að sefa ógnar/streitukerfið
- Þjálfist í að virkja sefkerfið og sækja í innra öryggi og visku
- Öðlast aukið hugrekki og ákveðni til að standa með sér
- Efla seiglu og þol gagnvart óvissu og streituvaldandi aðstæðum
- Öðlist trú á eigin getu í samskiptum og við umönnun
Fyrir hverja?
Þessi hópmeðferð er sérstaklega hentug fyrir einstaklinga sem vinna með öðru fólki svo sem í heilbrigðisþjónustu, félags- eða skólaþjónustu. Upplifa truflandi einkenni kvíða, þunglyndis, streitu/kulnunar, eða lágs sjálfsmats, eru fastir í vítahring sjálfsgagnrýni, sektarkennd eða skömm. Hópmeðferðin hentar bæði þeim sem eru í vinnu sem og þeim sem eru komnir í veikindaleyfi frá störfum.
Kennslugögn
Hver þátttakandi fær vinnubókina Compassion Focused Therapy Participant Workbook og hugleiðsluæfingar á hljóðskrá sem þeir eru hvattir til að hlusta á milli tíma.
Framsetning
Hópmeðferðin fer fram í öruggu umhverfi þar sem áhersla er lögð á reynslunám (e. experiential learning) þar sem þátttakendur eru í litlum hóp og upplifa efnið á eigin skinni. Á námskeiðinu er boðið upp á fræðslu og umræður og þátttakendur eru leiddir í gegnum hugleiðslur og samkenndaræfingar. Þátttakendur eru hvattir til að sinna heimaverkefnum milli tíma til að tryggja betri árangur.
Kostnaður
100.800. kr
Athugið að mörg stéttarfélög niðurgreiða meðferðina. Einnig geta atvinnuleysisbótaþegar sótt um greiðsluþátttöku hjá Vinnumálastofnun. Við hvetjum fólk til að kanna sinn rétt til endurgreiðslu.
Leiðbeinendur
Anna Sigurðardóttir sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði og Heiða Brynja Heiðarsdóttir sálfræðingur. Hægt er að lesa um starfsreynslu og fagþekkingu þeirra hér samkennd.is/teymid/anna/ og salfraedistofan.is/um-okkur/starfsfolk/heida-brynja-heidarsdottir/.
Skráning fer fram á samkennd@samkennd.is
Dagskrá meðferðar eftir vikum:
- Kynning á samkennd, taugakerfinu og hinum vandasama heila
- Núvitund, tilfinningakerfin þrjú og flæði samkenndar kynnt
- Þjálfun samkenndarsjálfsins með því að virkja sefkerfið og viskuna
- Margar hliðar sjálfsins og birtingarmyndir þeirra
- Gagnrýnandinn og samkennd í eigin garð
- Skömm og sektarkennd
- Hugrekki, ákveðni og styrkur með samkennd í samskiptum
- Bakslagsvarnir og undirbúningur fyrir næstu skref