Þórunn M. Óðinsdóttir

Yin-Yoga kennari

Þórunn býður upp á staka tíma/viðburði, einkatíma og námskeið í Yin-Yoga hjá Samkennd Heilsusetri.

Sérhæfing – og áhugasvið
Áhugasvið Þórunnar hefur alla tíð verið að hafa gaman af lífinu og vinna að umbótum þar sem þeirra er þörf. Hún elskar að aðstoða einstaklinga og hópa á ýmsa vegu svo þeir geti blómstrað enn frekar í sínum viðfangsefnum og náð þannig þeim árangri sem sóst er eftir hverju sinni.

Þórunn heillaðist af Yin – Yoga í byrjun árs 2025 því þar fann hún eitt af þeim púslum sem hún vissi ekki að hana hafði svo lengið vantað í líf sitt. Hún upplifði meiri hreyfigetu, betri tengingu við sjálfa sig, dýpri slökun, enn betri ró á hugann og þar með skýrari fókus á verkefni hvers dags. Þórunn sá um leið að þetta væri æfingaform sem gæti unnið á móti streitunni sem svo margir af hennar samstarfsfélögum væru að glíma við svo hún ákvað að bjóða uppá Yin-Yoga tíma í þeirri von að enn fleiri gætu upplifað álíka árangur og hún.

Menntun og starfsreynsla
Þórunn útskrifaðist sem íþróttakennari árið 1996 og starfaði sem íþróttakennari, kennari, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri næstu tíu árin. Samhliða starfaði hún sem þolfimileiðbeinandi, fararstjóri í gönguferðum og keyrði að auki ferðamenn upp um fjöll og firnindi á breyttum jeppum í nokkur ár. Árið 2007 ákvað Þórunn að breyta til, hóf störf sem stjórnunarráðgjafi, lauk mastersnámi í stjórnun frá Bifröst árið 2009 og hefur rekið sitt eigið ráðgjafafyrirtæki síðan. Stór hluti af starfi Þórunnar er að þjálfa starfsfólk  í umbótavinnu, efla stjórnendur í sínum störfum og aðstoða við nánast allt er viðkemur að gera störfin, stjórnstrúktúrinn og starfsumhverfið enn einfaldara, skilvirkara, skemmtilegra og mannlegra en áður. Þórunn lauk Yin-Yoga kennaranámi vorið 2025.

Upplýsingar og skráningu er að finna á hér: Yin Yoga með Þórunni | Facebook

Varðandi einkatíma og aðra viðburði er hægt að hafa samband við Þórunni í síma 7744664 eða á thorunn@intra.is.

Scroll to Top