adm_sam3289

Verkir – Verkjakveikjur – Verkjastjórn

Ertu að glíma við útbreidda verki, hlaupandi verki, alls konar verki og/eða vefjagigt. Á þessu námskeiði verður farið í tilurð verkja og afhverju sumir finna meira til en aðrir. Farið verður yfir verkjakveikjur í líkamanum, hvernig hægt er að vinna með þær og hafa þannig áhrif á verkjaupplifunina.

Næsta námskeið
Hefst 16. janúar. Fer fram þrjá þriðjudaga, þá 16., 23. og 30. janúar 2024.

Verkir – Verkjakveikjur – Verkjastjórn Nánar »

Tölum saman – Samskiptanámskeið

Það er fátt sem hefur jafn mikil áhrif á líf okkar og það sem á sér stað í tengslum við annað fólk. Góð tengsl og góð samskipti eru grundvöllur fyrir vellíðan og velgengni á flestum sviðum lífs, bæði í einkalífinu og á vinnustaðnum.

Næsta námskeið
Hefst 17. janúar og er 6 vikna námskeið. Kennt verður á miðvikudögum kl 17-19.

Tölum saman – Samskiptanámskeið Nánar »

Gott jafnvægi – námskeið um streitustjórnun

Næstu námskeið

Miðv. 10. janúar kl 13:00-15:00
Netnámskeið föstudagur 2. Febrúar kl. 10:00-12:00
Fimmt. 22. febrúar kl 10:00-12:00
Miðv. 3. apríl kl 13:00-15:00
Netnámskeið miðvikudagur 15. Maí kl. 13:00-15:00
Fimmt. 16. maí kl 15:00-17:00

Viltu skilja streitu betur og kunna leiðir sem virka fyrir þig til þess að minnka streitu í þínu lífi og hugsa betur um þig en jafnframt ná meiri árangri í lífi og starfi? Viltu skilja sjálfa þig betur og hvernig þú vilt eyða dögunum þínum? Námskeiðið hentar öllum sem upplifa einkenni of mikillar streitu og vilja læra leiðir til þess að finna betra jafnvægi.

Gott jafnvægi – námskeið um streitustjórnun Nánar »

Scroll to Top